Hitaþolið sleikjóplastmót - Blóm

1.095 kr
Vörunúmer: 8H-13105

Það er auðvelt að búa til konfekt og sykurmassaskreytingar í plastmótunum. Hitaþolnu plastmótin eru einnig hentug í brjóstsykurs- og sleikipinnagerð, karamellu og isomalt.

Leiðbeiningar fyrir isomalt: Spreyið matarolíu létt yfir mótið og þurrkið aðeins yfir með eldhúspappír. Bræðið isomaltið í silíkon muffinsmóti og hellið í mótið. Leyfið isomaltinu að kólna (tekur aðeins nokkrar mínútur) og takið molana úr mótinu.

Leiðbeiningar fyrir súkkulaði: Þurrkið létt úr mótinu með þurru bréfi og hellið súkkulaði í mótið. Kælið í ísskáp í um 30 mínútur eða í frysti í 10-15 mínútur, eða þar til súkkulaðið er orðið hart. Sláið súkkulaðið úr mótinu. 

Leiðbeiningar fyrir sykurmassa: Setjið örlítið Palmín eða flórsykur í mótið og þrýstið sykurmassanum ofan í það. Skerið umfram sykurmassa í burtu og takið massann úr mótinu.

Hitaþolið sleikjómót fyrir sælgætisgerð