Perluduft í brúsa með pumpu – 10 g – Gyllt

2.985 kr.

Perlulitirnir gefa fallegan gljáa og þeir virka best þegar þeir eru bornir yfir sykurmassa, súkkulaði, isomalt ofl. með pensli. Ef það á að bera duftið á einstök stykki eða stóra fleti virkar snilldarvel að nota PUMPU STAUTINN. Ef það á að setja duft á litla fleti, eins og innan í blóm eða á einstaka hluta stærri stykkja, er gott að nota fínan pensil.
Frábærir duftlitir sem eru 100% matarlitir. Þeir innihalda engin aukaefni og það má borða duftið. Litirnir henta vel til þess að bera á sykurmassa, Gum Paste, Súkkulaði , hvítt súkkulaði, kakósmjör, deig, smjörkrem, frosting og margt fleira.
Litirnir eru líka æðislegir til þess að mála á sykurmassa og súkkulaði. Til þess að mála á sykurmassa þarf að blanda litina alkóhóli eða sítrónusafa, þeir eru ekki vatnsleysanlegir. Það má líka bera duftið óblandað á sykurmassa, súkkulaði, isomalt ofl. með pensli, en þeir gefa fínlegan glimmergljáa. Notið mjög lítið duft til þess að byrja með og bætið við eftir þörfum.
Magn 6 g.

Ingredients:

Colour: E171, E172

Allergens: Milk, including lactose & derivatives, Nuts & derivatives, Soy & derivatives, Sulphites (<10ppm)

 

Á lager

Vörunúmer: DEK-418068 Flokkur: Merkimiði: