Skilmálar sendingarmáta
Afhending
Innanlands: Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti. Það tekur 2-3 virka daga fyrir vörur að berast innanlands. Pantanir eru póstlagðar samdægurs eða næsta virka dag, að því tilskildu að þær séu til á lager. Einnig er hægt að kaupa vörur í netversluninni og sækja þær í verslun okkar Smiðjuvegi 9, 200 Kópavogur.
Sendingarkostnaður innanlands er í samræmi við verðskrá Íslandspósts.
Hægt er að láta senda pantanir á annað heimilisfang en kaupanda, er hægt að velja um það í greiðsluferlinu.
Vörur sendar erlendis
Allar pantanir eru sendar með Íslandspósti samkvæmt skilmálum fyrirtækisins og skilyrðum. Sendingarkostnaður fer eftir gildandi gjaldskrá Íslandspósts og reiknast eftir að pöntuninni hefur verið pakkað og hún vigtuð. Við höfum samband við viðskiptavini okkar áður en pöntunin er send af stað til þess að fá samþykki fyrir sendingarkostnaði til útlanda.