Glycerine - Náttúrulegt - 118 ml

845 kr
Vörunúmer: 7110-0800

Glycerine er glær, lyktarlaus og þykkur vökvi sem er notaður í ýmis matvæli. Glycerine er afar mikið notað til þess að auka raka í matvælum, t.d sykurmassa og uppþornuðum matarlitum.

Þegar gellitir eru farnir að þorna eru nokkrir dropar af glycerine settir út í litinn og hrært vel saman. Gelliturinn verður eins og nýr.

Glycerine er notað í sykurmassa til þess að mýkja hann upp. Massinn verður ekki klístraður líkt og ef vatni er bætt í hann.

Glycerine kemur einnig í veg fyrir að sykur kristallist í t.d. sælgæti. Glycerine leysist upp í vatni jafnt sem olíu. Glycerine er einnig notað í sápugerð.

Magn: 118,3 ml.

LorAnn Oils