Forsíða/ Námskeið/ Um Allt í köku/ Hafa samband
 
Flokkar - Gelatín vörur
Mynsturmottur fyrir gelatín - Fiðrildi, blóm og laufblöð
Mynsturmottur fyrir gelatín - Fiðrildi, blóm og laufblöð image
8.855 ISK
Á lager
Fjöldi:
Bera saman

Lýsing

Bræðið gelatín í vatni yfir vatnsbaði og látið bíða í nokkrar mínútur þar til froða sem getur myndast hefur sest ofan á blönduna. Veiðið froðuna ofan af og hitið aðeins aftur ef þörf er á. Það er hægt að lita vatnið áður en gelatínið er brætt og það má einnig lita gelatínblönduna eftir að hún hefur verið brædd.

Penslið gelatíni á mynstrið á mottunni og leyfið að stífna. Það er hægt að fara nokkrar umferðir ef það eiga að vera nokkrir litir í hverju mynstri. Ef það á að setja mörg blöð saman er hægt að leggja vír inn í hvert blað og festa saman með blómalímbandi. Það er líka hægt að líma blöðin saman með bræddu gelatíni.

Þegar gelatínið þornar losnar það sjálft frá mynsturmottunni.


Bókin Gelatin in Bloom kennir allar helstu aðferðirnar við að nota motturnar úr þessu setti.

© Allur réttur áskilinn www.notando.is
SFH-Logo